140. löggjafarþing — 89. fundur,  26. apr. 2012.

utanríkis- og alþjóðamál.

761. mál
[15:48]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni ræðuna. Ég er með spurningu til þingmannsins sem varðar tillögur sem sumir reifa hér um þjóðaratkvæðagreiðslu sem feli það í sér að hætt verði við aðildarviðræður. Sumir hv. þingmenn hér inni eru á þessari skoðun og ýmsir eldri stjórnmálamenn, sérstaklega úr Sjálfstæðisflokki og Alþýðubandalagi, og vilja þeir að þjóðin greiði atkvæði um hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Mér finnst það flaustursleg tillaga og ég skil satt best að segja ekki tilganginn.

Ég hef velt því fyrir mér, frú forseti, hvort slík tillaga komi til af því að þessir einstaklingar óttist að fullbúinn samningur kunni að fela í sér umtalsverðar hagsbætur fyrir íslenska ríkið og íbúa þess. Ef það er rétt þá spyr ég hv. þingmann, því að hann kom svolítið inn á þessi atriði í máli sínu, hvort hann hafi einhverja hugmynd um af hverju sumir einstaklingar og fulltrúar ýmissa hópa líka séu á móti því að Íslendingar gangi til móts við framtíðina með almannahagsmuni að leiðarljósi.