140. löggjafarþing — 90. fundur,  27. apr. 2012.

réttarstaða fatlaðra til bifreiðakaupa.

[10:35]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Það ánægjulega við óundirbúna fyrirspurnatíma með ráðherrum er að þar gefa menn svör á staðnum, bregðast við þeim athugasemdum sem gerðar eru og koma þá málum í betri farveg. Það er rétt hjá hæstv. ráðherra, það er óþolandi að setja fjölskyldur sem þessar í þá stöðu að þurfa endalaust að láta reyna á rétt sinn með þeim hætti sem hér hefur verið tilgreint því að tími þessara fjölskyldna er ekki síður verðmætur en okkar hinna.

Hins vegar liggur fyrir þessi úrskurður sem ráðuneytinu ber að bregðast við um að þetta verklag sem þessar fjölskyldur eru beittar standist ekki úrskurð úrskurðarnefndar sem undir ráðuneytið heyrir. Það liggur enn fremur fyrir að búið er að knýja á um úrbætur við ráðuneytið í allnokkurn tíma og meðal annars hafa legið fyrir erindi frá Sjálfsbjörgu og Félagi einstakra barna sem vilja knýja á um þetta. Úrskurðurinn er frá fyrrahausti og það er mjög knýjandi að brugðist verði (Forseti hringir.) hratt við. Ég treysti á hæstv. ráðherra að gera svo.