140. löggjafarþing — 90. fundur,  27. apr. 2012.

matvæli.

138. mál
[11:08]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka þingheimi fyrir að bregðast svona vel við hinu svokallaða stóra muffinsmáli. Ég kom einungis upp til að ítreka að héðan í frá, svo að það sé skýrt, hefur þingið samþykkt að heimilt sé að stunda það sem við höfum ávallt talið að sé eðlilegt; menn geta þá hafið bæði bakstur og uppsetningu bændamarkaða frá og með þessum degi.