140. löggjafarþing — 90. fundur,  27. apr. 2012.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

748. mál
[12:34]
Horfa

Skúli Helgason (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Ragnheiði Ríkharðsdóttur fyrir þessa fyrirspurn. Ég get svarað henni með í raun og veru einu orði: Nei. Ég lít alls ekki svo á að þetta ákvæði frumvarpsins, 4. gr., um stofnun dótturfélags, veiti Ríkisútvarpinu slíka heimild. Ég lít svo á að þarna sé fyrst og fremst verið að ramma inn ákveðna hliðarstarfsemi sem Ríkisútvarpið hefur staðið fyrir árum saman, t.d. sölu á myndböndum eins og var fyrst, og síðan á mynddiskum til almennings með áður framleiddu efni sem hefur verið sýnt í Ríkissjónvarpinu eða efni sem flutt hefur verið í Ríkisútvarpinu, að þarna sé átt við þess háttar starfsemi. Sömuleiðis sölu birtingarréttar á efni útvarpsins sem hefur átt sér stað eins og við þekkjum, framleiðsla á vörum sem tengjast samstarfi við erlenda aðila o.s.frv. Þannig að ég tel að þarna sé alls ekki verið að veita Ríkisútvarpinu einhvers konar heimild til frekari útþenslu á íslenskum fjölmiðlamarkaði.