140. löggjafarþing — 91. fundur,  30. apr. 2012.

flugvildarpunktar.

519. mál
[16:44]
Horfa

fjármálaráðherra (Oddný G. Harðardóttir) (Sf):

Virðulegur forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda og hv. þm. Pétri H. Blöndal fyrir að taka þátt í umræðunni. Mér þykir hins vegar afar leitt að valda hv. þm. Merði Árnasyni vonbrigðum. (PHB: Mér líka.) Þó er það svo að fyrirtæki og stofnanir eru ekki aðilar að vildarklúbbum flugfélaga heldur eru það einstaklingarnir sjálfir sem ferðast með flugfélögunum. Eins og ég rakti áðan getur greiningin á þessum hlunnindum, ef svo skal kalla, verið mjög erfið og flókin. Punktasöfnun einstaklinga á sér stað með margvíslegum hætti, í mismiklum mæli og er oft og tíðum í gegnum persónubundin kaup á vörum. Þannig verður að telja að virði punkta sem safnast vegna ferða á vegum launagreiðenda sé út frá skattalegu sjónarmiði afar óljóst og hefur ekki hingað til talist skattskylt. En ég heiti hv. þingmanni að kanna málið enn betur.