140. löggjafarþing — 92. fundur,  30. apr. 2012.

neytendalán.

704. mál
[19:19]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Já, fram til kl. 10 í kvöld eins og hv. þingmanni og þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins er fullkunnugt um eftir fund þingflokksformanna í morgun. Það stóð aldrei til að hanga hér fram eftir nóttu, eins og hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson orðaði það.

Það undrar mig svolítið að menn skulu láta eins og þeir séu á sínu fyrsta þingi. Það líður að þinglokum. Það eru nefndadagar í næstu viku og við höfum að sjálfsögðu hug á því, allir þingmenn, að ljúka störfum á tilsettum tíma í samræmi við starfsáætlun, en þá þurfum við að halda svolítið vel á spöðunum.

Ég vil upplýsa að nú eru í húsi tíu þingmenn stjórnarliðsins. Ætli hluti sé ekki einhvers staðar að borða þar fyrir utan, sjálfstæðismenn eru fjórir og af framsóknarmönnum tveir. Það eru (Gripið fram í.) þrír ráðherrar í húsi við þá umræðu sem hér hefur staðið frá því um kl. hálfsex og það er bara eins og venja stendur til, hv. þingmenn.