140. löggjafarþing — 93. fundur,  2. maí 2012.

lengd þingfundar.

[15:41]
Horfa

Þuríður Backman (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég hvet eindregið til að við samþykkjum að hér verði kvöldfundur og á næstu kvöldum og eins og þarf, og að það sem eftir lifir af þingi verði hver dagur notaður vel til að vinna málin vel eins og stjórnarandstaðan hvetur til. Það liggur á að koma þeim málum til nefndar þannig að hægt sé að senda þau til umsagnar og vinna þau eins og okkur ber að gera. Því hvet ég stjórnarandstöðuna til að leggja okkur lið og vinna með sómasamlegum hætti og stuðla að því að mál fái þinglega meðferð.