140. löggjafarþing — 93. fundur,  2. maí 2012.

heilbrigðisstarfsmenn.

147. mál
[16:02]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Mig langar að þakka hv. nefndarmönnum í velferðarnefnd fyrir samstarfið í þessu máli. Það hefur tekið mikinn tíma í nefndinni, var vel unnið og fjölmargir aðilar komu að því. Mig langar að ítreka þau sjónarmið sem búa að baki þeirri breytingartillögu sem við flytjum sem er þess efnis að það komi aftur inn í frumvarpið og verði að lögum að það sé skýrt hver ber ábyrgð á læknisfræðilegri greiningu og meðferð sjúklinga sem til þeirra leita vegna þess að öryggi sjúklinga á að vera númer eitt. Við teljum einfaldlega að með því að hafa þetta inni sé öryggi sjúklinga betur tryggt en að hafa þetta algjörlega opið og loðið ákvæði sem hver og einn geti túlkað á sinn veg. Það er fyrst og fremst út af þessum öryggissjónarmiðum sem við leggjum þessa breytingartillögu fram.