140. löggjafarþing — 93. fundur,  2. maí 2012.

heilbrigðisstarfsmenn.

147. mál
[16:09]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Mig langar aðeins að bæta við það sem sagt var við fyrri atkvæðagreiðsluna um hagsmunaskráningu og vekja athygli þingheims á því að hér er verið að setja lög um 33 stéttir sem starfa innan heilbrigðisgeirans. Ef við ætluðum að taka upp hagsmunaskráningu líkt og gert er ráð fyrir hér tel ég að það þyrfti sérstaka stofnun, a.m.k. nokkra starfsmenn, til að halda utan um þær skráningar þannig að menn geri sér grein fyrir því hvað er fólgið í þessari tillögu sem þingheimur hefur þegar fellt.