140. löggjafarþing — 93. fundur,  2. maí 2012.

heilbrigðisstarfsmenn.

147. mál
[16:12]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Ástæðan fyrir því að ég set gult á mína eigin tillögu er sú að þarna er um að ræða tillögu sem tengdist fyrri tillögum og þar sem þær hafa verið felldar sé ég ekki ástæðu til að styðja þessa breytingartillögu. Ég vil hins vegar taka fram, vegna þess sem kom fram um fyrri tillögu um hagsmunaskráningu, að hér er lagt til að kostnaðurinn vegna þessa falli á þá sem sjá ástæðu til að styrkja heilbrigðisstarfsmenn, hagsmunasamtök þeirra eða heilbrigðisstofnana og ef umfangið er eins mikið og kom fram held ég að það sé einmitt veruleg ástæða til þess að birta tengslin.