140. löggjafarþing — 93. fundur,  2. maí 2012.

heilbrigðisstarfsmenn.

147. mál
[16:13]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég hef stundum rætt það úr þessum ræðustól að þingmenn séu ekki alveg með réttarheimildirnar á hreinu, þ.e. almennar lögskýringar. Ég heyrði fleygt áðan að sérlög stæðu ekki almennri löggjöf framar heldur væri því öfugt farið og ég held að það þurfi að fást betri og nánari útskýring á þessu. Það sem við segjum úr ræðustólnum er lögskýringargagn og þetta gengur þvert á allt það sem ég hef lært í lögfræði. Ég held að það sé ráð að við förum vel yfir þetta, virðulegi forseti, þannig að við köstum ekki fram einhverju úr ræðustól sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. (Gripið fram í.)