140. löggjafarþing — 93. fundur,  2. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[16:15]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil bara vekja athygli á muninum á því hvernig við vorum að afgreiða mál núna sem lög frá þingi — og þó svo að hv. þingmenn væru ekki sammála um alla hluti fékkst lýðræðisleg niðurstaða eftir að menn voru búnir að vinna hlutina vel, fá gesti, kalla eftir umsögnum o.s.frv.

Núna, virðulegi forseti, erum við að fara í mál sem hv. þm. Álfheiður Ingadóttir sagði að unnið hefði verið vel og fagmannlega og lýsti því síðan, af því að ég komst ekki til að svara því þegar hún kom hér, og veifaði gögnum og sagði að menn gætu bara kynnt sér þetta og staðfesti að hér er um algjöra afgreiðslu hv. þingmanna að ræða. Það er bara búið að útvista verkefninu og það var bara í einni möppu.

Virðulegi forseti. Þessi vinnubrögð eru gersamlega fyrir neðan allar hellur og ég er bara hér kominn til að vekja athygli á því hvernig hv. (Forseti hringir.) stjórnarþingmenn vinna.