140. löggjafarþing — 93. fundur,  2. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[16:54]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég ítreka að þetta var samþykkt flokksráðs Vinstri grænna og þeirri samþykkt hefur ekki verið breytt.

Það sem hins vegar hefur gerst síðan sú stefnumörkun var gerð sem hv. þingmaður vísaði í, Græn framtíð, sem er ágætisplagg og vel samið, er að flokkurinn sem aldrei sagðist ætla að sækja um aðild að Evrópusambandinu hefur sótt um Evrópusambandsaðild, (Gripið fram í.) staðið að því að slík umsókn væri send. Það er einmitt í ljósi þess sem félagar VG úti um allt land telja stórhættulegt að samtímis og þessi Evrópusambandsumsókn er í gangi, sem við erum flestöll á móti, sé verið að veikja stjórnsýslulega stöðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Það skyldi nú ekki vera að það hangi að einhverju leyti saman? Ég kem að því í ræðu seinna, frú forseti.