140. löggjafarþing — 93. fundur,  2. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[17:36]
Horfa

Frsm. minni hluta stjórnsk.- og eftirln. (Birgir Ármannsson) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég bið hv. þm. Vigdísi Hauksdóttur að vera kannski ekki alveg svona fljót á sér, enn á eftir að reyna á það hvort þingmenn Hreyfingarinnar munu styðja vantrauststillögu komi hún fram, sitja hjá eða greiða atkvæði með ríkisstjórninni, um það vitum við ekkert á þessu stigi, enda eins og ég segi engin slík tillaga komin fram tengd þessu máli sérstaklega einu og sér. Það getur því verið tilviljun að hv. þm. Margrét Tryggvadóttir tekur afstöðu með meiri hlutanum í þessu máli. Hins vegar er það alveg rétt sem hv. þm. Vigdís Hauksdóttir bendir á að í fyrri umr. um þetta mál kom fram hörð andstaða við þingmálið af hálfu tveggja hv. þingmanna ríkisstjórnarflokkanna, fyrrverandi hæstv. ráðherra, Jóns Bjarnasonar og Árna Páls Árnasonar, sem að vísu gera athugasemdir við mismunandi þætti málsins, en báðir voru mjög eindregnir í andstöðu sinni við fyrri umr.