140. löggjafarþing — 93. fundur,  2. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[18:12]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það undrar mig ekki að hv. þingmaður ætli að koma í aðra ræðu því minnst af ræðunni fjallaði um það sem við erum að ræða hér, sem er endurskipulagning á Stjórnarráðinu. Og mér kom í hug að í finnska þinginu verður fólk að halda sig við dagskrárefnið.

Ég kem hingað upp til að leiðrétta þingmanninn að einu leyti, hún heldur því statt og stöðugt fram að aðstoðarmenn ráðherra séu 23. Það er ekki rétt, heimild er fyrir 23 aðstoðarmönnum en þeir eru í rauninni 13, þ.e. einn í hverju ráðuneyti nema það eru tveir í innanríkisráðuneyti og tveir í velferðarráðuneyti og svo er einn sem starfar fyrir alla ríkisstjórnina.