140. löggjafarþing — 93. fundur,  2. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[18:16]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það hefði orðið minna tjón í samfélaginu ef frumvarp um lagaskrifstofu Alþingis sem ég lagði fram um leið og ég settist inn á þing hefði verið samþykkt þegar á því þingi, vegna þess, eins og ég fór yfir áðan, hefur ríkisstjórnin verið dæmd af ólögum sínum, dæmd af æðsta dómstóli landsins, sjálfum Hæstarétti, af ólögum sínum. Hæstv. forsætisráðherra hefur meira að segja fengið á sig kæru frá kærunefnd jafnréttismála, sjálfur heilagur hæstv. forsætisráðherra sem hefur hingað til þótt vera … (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁI): Forseti vill biðja hv. þingmann að sýna sjálfum sér og þinginu og ráðherrum tilhlýðilega virðingu í ræðustól Alþingis.)

Virðulegur forseti, er það mjög mikið slanguryrði að segja heilagur?

(Forseti (ÁI): Ég sagði ekki slanguryrði. Hv. þingmaður er bara beðinn um að gæta orða sinna og haga þeim eins og efni standa til.)

Ég verð því miður að segja að heilagur er nú bara góð og gegn íslenska, er frekar hrósyrði, en ég kemst ekki lengra í svarinu við hv. þm. Valgerði Bjarnadóttur.

(Forseti (ÁI): Nei, tíminn er úti.)