140. löggjafarþing — 93. fundur,  2. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[22:03]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég vona að þetta sé í síðasta sinn sem löggjafinn hlutast til um verkaskiptingu við ríkisstjórnarborðið. Ég tel eins og hv. þingmaður að hún eigi heima á borði ríkisstjórnarinnar einnar.

Ég er hins vegar alls ekki sammála hv. þingmanni um að of seint sé að hrinda í framkvæmd breytingum, vegna þess að þær hafi þurft meiri undirbúning og vandaðri undirbúning, betri greiningarvinnu eins og liggur fyrir.

Í öðru lagi leiddi hrunið í ljós, eins og hv. þingmaður benti á, verulega mikla veikleika í stjórnsýslu og stofnunum sem tengdust hagstjórn og fjármálamarkaðnum. Þau viðbrögð að búa til efnahags- og viðskiptaráðuneyti (Forseti hringir.) — menn eru sammála um að styrkja þurfi það enn frekar og það getur ekki verið of seint, við þurfum þessi verkfæri hvor tveggja.