140. löggjafarþing — 93. fundur,  3. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[00:26]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (andsvar):

Forseti. Hv. þingmaður svaraði ekki síðari hluta spurningar minnar um hvort verið væri með þeirri breytingu sem verið er að gera varðandi efnahags- og viðskiptaráðuneytið að snúa algerlega frá þeirri stefnu sem gefin var upp í stjórnarsáttmála þeirrar ríkisstjórnar sem nú er við störf. Ég kýs að skilja hv. þingmann þannig að hann sé ekki ósammála þeirri fullyrðingu. Ég vil gjarnan heyra örstutt frá honum varðandi þann þátt málsins.

Það er rétt að þessi tillaga hefur komið fram en þær upplýsingar sem koma frá fyrrverandi ráðherra í núverandi ríkisstjórn hafa mikið gildi. Það er tímamótayfirlýsing ef stjórnarliðar sem standa að því meirihlutaáliti sem hér liggur fyrir um þingsályktunartillögu lýsa sig algjörlega andvíga því sem kemur frá hæstv. fyrrverandi ráðherra í núverandi ríkisstjórn.