140. löggjafarþing — 93. fundur,  3. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[00:28]
Horfa

Frsm. minni hluta stjórnsk.- og eftirln. (Birgir Ármannsson) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það var ánægjulegt að fylgjast með þeim gleðikipp sem fór um hóp stjórnarliða hér í salnum þegar þeir uppgötvuðu að sá sem hér stendur var formaður allsherjarnefndar vorið 2007 og stóð þá að breytingum á ráðuneytum sem kalla má snöggsoðnar. Ég segi um þetta mál: Mér finnst það ekki rök gegn þeirri gagnrýni sem ég hef sett fram á þá málsmeðferð sem hér er undir þó að ég hafi tekið þátt í afgreiðslu málsins með þeim hætti sem var vorið 2007. Það var líka gagnrýnt þá og vísa ég meðal annars í ágætt nefndarálit sem hv. þm. Atli Gíslason og fleiri skrifuðu um það mál og héldu fram sjónarmiðum um að þá væri ófullnægjandi undirbúningur að málinu.

Ég segi um þetta atriði og minn þátt í því: Hljótum við ekki öll (Forseti hringir.) að læra af reynslunni?