140. löggjafarþing — 93. fundur,  3. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[00:29]
Horfa

Lúðvík Geirsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Birgi Ármannssyni fyrir innlegg hans í umræðuna vegna þess að það er mikilvægt að menn þekki sögu sína og deili henni með öðrum, ég fór til dæmis alveg á mis við þennan lífsreynsluþátt þingmannsins í umræðunni fyrr í dag. Það hefði verið mjög mikilvægt, sérstaklega þegar farið var fram með mjög harða gagnrýni á hvernig vinnubrögðin væru og auðvitað verða menn að þola gagnrýni. Sjálfsagt hefðum við getað gert eitthvað betur og öðruvísi eins og alltaf er, en mér þótti bara eðlilegt og sjálfsagt að rifja upp hvernig þessi mál hefðu gengið fyrir sig fyrir örfáum árum síðan, sérstaklega þar sem sömu aðilar áttu í hlut og höfðu hér uppi miklar meiningar um hvernig við ættum að standa okkur í þessum efnum. Við lærum þá bara öll af því og getum verið sammála um að næst þegar við förum í breytingar á stjórnkerfinu og ráðherraskipaninni, ef Alþingi fær þar um að höndla, vitum við hvernig við ætlum að standa okkur (Forseti hringir.) í þeim efnum.