140. löggjafarþing — 93. fundur,  3. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[00:52]
Horfa

Magnús M. Norðdahl (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Þetta var einkar áhugaverð umræða. Ég vil eiginlega gera það að tillögu minni að hæstv. forseti upplýsi ekki um hvenær hún ætlar að ljúka fundi vegna þess að það er ljóst að eftir því sem óvissan er meiri þeim mun fleiri þingmenn eru í húsinu. Nú eru fleiri þingmenn í þingsalnum að hlusta á hver annan og taka þátt í rökræðu en gerst hefur frá því, held ég, að ég settist á þing. Ég held að við ættum bara að halda þessu áfram. Við erum vön því, Íslendingar, að taka hlutina með trukki, nú erum við heit og við skulum bara halda áfram inn í nóttina. (Gripið fram í: Heyr.)