140. löggjafarþing — 94. fundur,  3. maí 2012.

lengd þingfundar.

[11:19]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég vil enn og aftur vekja athygli á því að stjórnarandstaðan hefur skipulega komið í veg fyrir að hægt sé að ganga frá málum til nefnda. (REÁ: Bull.) Bull, segir hv. þm. Ragnheiður E. Árnadóttir. Það er ekki meira bull en svo, hv. þingmaður, að excel-skjalið sem þingmaðurinn var með á mánudagskvöldið var útbúið og undirbúið og framkvæmt til þess eins að koma í veg fyrir að mál (Gripið fram í.) sem nú er nr. fimm á dagskrá, niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar, stofnstyrkir, frádráttarákvæði (Gripið fram í.) á köldum svæðum, styrkir vegna hás húshitunarkostnaðar á köldum svæðum, yrði rætt. (Gripið fram í: Já.) Það er málið sem Sjálfstæðisflokkurinn tók í gíslingu á mánudagskvöldið var. (Gripið fram í.) (Gripið fram í.) Það var dapurlegt að sjá hv. þm. Einar K. Guðfinnsson taka þátt í þeim ljóta leik.