140. löggjafarþing — 94. fundur,  3. maí 2012.

lengd þingfundar.

[11:27]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér áðan sýndi hæstv. forsætisráðherra sitt rétta andlit þegar hún steytti hnefa og var með hótanir. Auðvitað sitja þingmenn hér sumarið á enda, hæstv. forsætisráðherra, ef þess gerist þörf, en ég minni á að það er í höndum verkstjórans sjálfs að forgangsraða þeim málum sem eru á dagskrá.

Það er fyrir þrjósku forsætisráðherra að staðan er þessi núna, að þau mál á dagskrá þingsins sem ekki eru til hagsbóta fyrir heimilin, eru nú til umræðu. Það er vegna þess að þrjóska hæstv. forsætisráðherra á sér engin landamæri, það á til dæmis að koma stjórnlagaráðinu á dagskrá og breyta stjórnskipun í ráðuneytunum alveg sama hvað það kostar. Hæstv. forsætisráðherra er vön að hóta þegar það á við en það virkar því miður ekki, alla vega ekki á þingmenn Framsóknarflokksins (Forseti hringir.) og við eru tilbúin að vera hér alveg sleitulaust fram að næstu kosningum.