140. löggjafarþing — 94. fundur,  3. maí 2012.

lengd þingfundar.

[11:30]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér er sagt að stjórnarandstaðan sé að stunda málþóf og halda meiri háttar framfaramáli fyrir íslenskan almenning í gíslingu. Það mál er frumvarp um breytingu á lögum um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar. Það frumvarp snýst um að verið er að breyta reiknireglu um hvernig styrkir til nýrra hitaveitna eru framkvæmdir og talið að þetta muni kosta ríkissjóð um 2–3 milljónir á ári. Það sem mér dettur í hug er hvort það geti verið að þetta sé allt og sumt sem ríkisstjórnin geti gert fyrir heimilin í landinu, að þetta sé stóra málið sem ríkisstjórnin ætlar að færa fram. Ef svo er skulum við færa það fram fyrir, gera hlé á umræðum um Stjórnarráðið og færa fram þetta stóra framfaramál (Forseti hringir.) handa íslenskum almenningi.