140. löggjafarþing — 94. fundur,  3. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[18:05]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Jú, ég er þeirrar skoðunar að frekar hefði átt að byrja á því verklagi áður en menn færu að færa til. Ég sagði það í ræðu minni. Og ég hef af því verulegar áhyggjur af því að meðal annars er hlutverk Seðlabanka Íslands að veita fjármálaráðuneytinu ákveðið aðhald í peningamálum og hvað varðar opinber fjármál. Hvernig á Seðlabankinn að geta sinnt því hlutverki sínu ef hann stjórnsýslulega heyrir undir sama ráðuneyti?

Ég tek því undir það — ég sem þingmaður í þingmannanefndinni svokölluðu lagði til að stjórnsýsluúttekt færi fram á þessum tveimur stofnunum og í framhaldi af henni ætti að skoða hvort þær ætti að sameina, hvort hluti Fjármálaeftirlitsins ætti að fara inn í Seðlabankann aftur og þá hvort við gætum (Forseti hringir.) sett neytendavernd á einhvern annan stað.