140. löggjafarþing — 94. fundur,  3. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[18:13]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er hárrétt sem þingmaðurinn les upp, en það stendur hvenær þessi þingsályktunartillaga á að koma fram. (Gripið fram í.) Þar ræður einmitt forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. Forgangsröðun ríkisstjórnarinnar er einföld, breytingar á ráðuneytum ganga fyrir því sem skiptir meginmáli í þessu landi hér og nú, að koma atvinnuvegunum í gang og taka á skuldavanda heimilanna.

Og til þess að hrekja enn og aftur það sem hv. þingmaður sagði um Noreg þá stendur hér um fjármálaráðuneyti Noregs: Fjármál norska ríkisins, skattar og gjöld, fjárlög, fjármálamarkaðir, ávöxtun eftirlaunasjóðs, vextir, sjálfbær þróun, fjármálastjórn ríkisins.

Þar er ekkert um seðlabanka, fjármálaeftirlit eða annað það sem núverandi ríkisstjórn ætlar að setja inn. Það sem hv. þingmaður Álfheiður Ingadóttir sagði áðan og vísaði um leið til Norðurlandanna er því einfaldlega bull. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)