140. löggjafarþing — 94. fundur,  3. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[18:35]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Það gætti ákveðins misskilnings í ræðu þingmanna um það sem ég sagði áðan. Til að ítreka það sem ég sagði þá var vel tekið í tilboð stjórnarandstöðunnar á þingflokksformannafundi í dag eða það sem við héldum að væri tilboð. Það reyndist síðan ekki umsemjanlegt, þ.e. varðandi málið sem er á dagskrá í dag og gengið var eftir.

Nú skal ég segja ykkur eitt. Ég skal gera stjórnarandstöðunni það tilboð, héðan úr þessum stól, að við tökum þau mál á dagskrá sem næst eru þessu máli, frá 5.–12. máli eða 15 mál eða hvað þau eru mörg, afgreiða þau til nefndar og í leiðinni skulum við semja um hvenær við ætlum að ljúka umræðunni um Stjórnarráðið, hvort það verði einn dagur eða tveir í það, morgundagurinn, fimmtudagur í næstu viku eða hvenær sem er. Við skulum semja um lok þess máls í leiðinni þannig að eitthvert skipulag komi á umræðuna og afgreiðslu mála. Þetta er tilboð um lausn á þessu máli í dag og ég skora á stjórnarandstöðuna að taka því boði.