140. löggjafarþing — 94. fundur,  3. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[18:38]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Hér er boðið upp á að taka þau mál sem eru næst í röðinni á dagskrá og ræða þau en þá kemur stjórnarandstaðan og segir: Við ætlum að ræða áfram um hitt málið. Þýðir það það að þegar Stjórnarráðið kemst aftur á dagskrá hefjist annað málþóf eða töf, eða hvað við köllum þetta, málþóf er það þó? Er það þannig að stjórnarandstaðan ætlar ekki að afgreiða þetta mál? Hún er með minni hluta en ætlar ekki að afgreiða málið, hún talar bara í 48 tíma … (Gripið fram í.) Ég spyr af því að ég skildi þetta ekki, það væri kannski hægt að stafa þetta ofan í mig.