140. löggjafarþing — 94. fundur,  3. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[20:29]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Hér erum við að fara inn í annað kvöldið og aðra nóttina í röð þar sem þessi málefni eru á dagskrá þingsins. Mér finnst lágmark að hæstv. forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir sitji í þingsal og hlusti á þær umræður sem fram fara vegna þess að við í Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum erum sökuð um málþóf. Það koma sífellt fram nýjar og nýjar spurningar sem þessi verklausa ríkisstjórn verður að svara fyrir og ég bið um það, frú forseti, að fundi verði ekki fram haldið fyrr en hæstv. forsætisráðherra kemur hér, sest í sæti sitt og hlýðir á mál þingmanna og grípi svo inn í og svari þeim spurningum sem fyrir hana eru lagðar því að hér er ekki nokkur einasti stjórnarliði í salnum.