140. löggjafarþing — 94. fundur,  3. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[20:30]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. forseta fyrir að koma þeim skilaboðum til hæstv. forsætisráðherra um að nærveru hennar sé óskað, en ég vil spyrja hæstv. forseta hvort komið hafi einhver viðbrögð frá hæstv. forsætisráðherra.

Umræðan heldur hér áfram forsætisráðherralaus og við vitum það í ljósi þeirrar umræðu sem fram fór áðan að það er ekki síst vegna andstöðu hæstv. forsætisráðherra við að greiða fyrir öðrum málum á dagskrá sem við ræðum þetta mál sem er í bullandi ágreiningi, í stað þess að fara að tillögu okkar sjálfstæðis- og framsóknarmanna um að taka fyrir önnur mál sem ríkisstjórnin hefur forgangsraðað og rætt hefur verið um að komast þurfi til nefndar. Ég hef grun um að það hafi verið hæstv. forsætisráðherra sem sagði nei við því tilboði (Forseti hringir.) þannig að ég óska eftir því að hæstv. forseti svari (Forseti hringir.) því hvaða viðbrögð hafa komið frá hæstv. forsætisráðherra.