140. löggjafarþing — 94. fundur,  3. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[20:36]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Það hefur legið fyrir í allnokkurn tíma hvernig mælendaskráin er og ég tel að ég sé ekki eini þingmaðurinn sem óskar eftir því að ræða þessi mál þegar hæstv. forsætisráðherra er í þingsal til að hlýða á mál mitt. Ég tel því að það sé ekki betra að færa mig til þar sem ég geri ráð fyrir því að aðrir hv. þingmenn hafi sömu ósk eins og fram hefur komið í umræðunni, ég sé ekki að það sé nein lausn á málinu.

Ég vil líka koma því á framfæri að hæstv. forsætisráðherra fór ekki í andsvar við mig í fyrri umferð og svaraði ekki spurningunum sem ég bar fram sérstaklega til hennar við þá umræðu þannig að ég get ekki fallist á þær röksemdir eða tillögur sem fram komu í máli hv. þingmanns sem talaði á undan mér.