140. löggjafarþing — 94. fundur,  3. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[21:00]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ég er svo sem enginn sérfræðingur um hvalveiðar Íslendinga, hv. þingmaður hefði kannski átt að ræða það betur við hv. þm. Jón Gunnarsson (Gripið fram í.) sem hefur mikinn áhuga á þessum málum.

Verður það ekki þannig með breyttri skipan Stjórnarráðs Íslands að hvalveiðar, sú atvinnugrein, verði undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu? Verður ekki stjórnunin þar? Ég gleymdi að spyrja að því í ræðu minni, kannski hv. þingmaður viti það.

Ég hef ekki neinar upplýsingar um það hvernig þetta mál tengist Evrópusambandsaðildarferlinu aðrar en þær sem ég hef einfaldlega heyrt í þingræðum, fullyrðingum ýmissa þingmanna og það sem ég hef lesið í fjölmiðlum.