140. löggjafarþing — 94. fundur,  3. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[23:51]
Horfa

Frsm. minni hluta stjórnsk.- og eftirln. (Birgir Ármannsson) (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Nú líður að miðnætti og var samþykkt í atkvæðagreiðslu í dag að fundur gæti staðið lengur en venja er eða þingsköp gera ráð fyrir en þar sem nokkuð er orðið áliðið og störf þingmanna hófust snemma í morgun og munu hefjast snemma í fyrramálið finnst mér eðlilegt að forseti gefi okkur hv. þingmönnum einhverja vísbendingu um það hversu lengi fundur eigi að standa. Ég held að það hljóti að vera hægt að gefa einhverja grófa mynd af því hversu lengi þingfundur eigi að standa, hvort ætlunin sé að hætta í kringum miðnætti eða hvort ætlunin sé að halda fund langt fram eftir nóttu. Hefur hæstv. forseti skoðun á því hvort nefndafundir eigi (Forseti hringir.) að hefjast snemma í fyrramálið eða ekki?