140. löggjafarþing — 94. fundur,  4. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[00:17]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég tel að öllum sé ljóst að þetta mál er ekki sérstakt forgangsmál stjórnarandstöðunnar heldur er þetta sérstakt áhugamál og forgangsmál stjórnarliða. Ég skil ekki af hverju menn eru svo skyni skroppnir og óforskammaðir að reyna að snúa út úr umræðunni með þessum hætti þegar boðið hefur verið upp á aðra nálgun á dagskrá þingsins í dag þannig að hægt sé að koma þeim málum sem eru hér á dagskrá til nefnda fyrir nefndadaga í næstu viku.

Starfsáætlun þingsins hefur legið fyrir allt þetta þing. Ef þetta mál og þessi mál öll eru svona mikilvæg, af hverju komu þau einfaldlega ekki fram fyrr? Af hverju hefur örlað á því í umræðunni að þau mál sem þegar eru í nefndum séu ekki jafnmikilvæg (Forseti hringir.) og þau 50 mál sem ríkisstjórnin lagði fram á síðasta framlagningardegi þessa þings?