140. löggjafarþing — 94. fundur,  4. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[01:28]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Klukkan er hálftvö um nótt og mig langar að biðja hæstv. forseta að upplýsa okkur, þingheim, um það hversu lengi þingfundur mun standa. Nú tel ég að flestallt fólk sem ekki er í nætur- og vaktavinnu sé gengið til náða og margir þingmenn í þessum sal eiga mæta til nefndarfunda kl. 8.30 í fyrramálið. Það væri því ágætt ef hæstv. forseti gæti upplýst okkur um, eins og kallað hefur verið eftir fyrr á þessum næturfundi, hversu lengi þingfundurinn mun standa þannig að menn geti skipulagt starf sitt og líf.