140. löggjafarþing — 94. fundur,  4. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[01:40]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég kem upp til að ítreka að það er ekki að ósk stjórnarþingmanna að verið sé að ræða þetta mál í nótt. Það var reynt að leita leiða til að semja um það í dag og um lausn þessa máls. (Gripið fram í.) Það tókst ekki og það var ekki að kröfu okkar (Forseti hringir.) — það er alger óþarfi að berja í bjölluna mín vegna, virðulegi forseti, ég ræð alveg við þetta lið einn — það var ekki okkar ósk að ræða þetta mál hér í kvöld heldur ósk stjórnarandstöðunnar. Það hefur hins vegar komið fram og kom fram í ræðu hv. þm. Sigurðar Inga Jóhannssonar rétt áðan að hann reikni með því að þetta mál verði rætt næstu daga og vikur, sagði hv. þingmaður áðan. Ég legg því til að forseti heimili umræðu til morguns í það minnsta til að fækka þeim vikum sem hér er hótað að ræða þetta mál áfram og ég undirstrika að það hefur aldrei verið vilji til að semja um lyktir þessa máls. Ef það liggur fyrir núna, (Forseti hringir.) eins og kom fram hjá hv. þingmanni, að það eigi að ræða þetta einhverjar vikur í viðbót veitir okkur sannarlega ekki (Forseti hringir.) af tímanum, virðulegi forseti, og ég hvet til þess að umræðunni verði haldið áfram fram undir morgun.