140. löggjafarþing — 94. fundur,  4. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[01:52]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (um fundarstjórn):

Forseti. Þeim tilmælum hefur verið beint til forseta héðan úr ræðustóli að kalla eftir því að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar mæti í salinn og taki þátt í þeim umræðum sem fram fara, djúpu og efnisríku umræðum eins og hv. formenn þingflokka stjórnarliðanna kalla þær. Ég verð að lýsa því yfir að ég get ekki tekið undir þau tilmæli til forseta að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar komi hingað og sitji undir þessum djúpu umræðum. Þau hafa ekki tekið þátt í þeim. Ég held að það væri nær að beina þeim tilmælum til þessa forustufólks í íslenskum stjórnmálum að safna frekar kröftum, fara heim og hvíla sig og taka til við að stjórna landinu með betri hætti en það hefur sýnt af sér undanfarið.