140. löggjafarþing — 94. fundur,  4. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[01:55]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Tilboð þingflokksformanns Samfylkingarinnar var óneitanlega sérstakt. Það voru tveir möguleikar og báðir fólu í sér ómöguleika. Sennilega hefur nákvæmlega þessi samningatækni leitt til þess að þeir sem hafa viljað semja um mál sín í þingflokkum stjórnarflokkanna hafa flæmst þaðan út.

Ég legg til að við höldum umræðunni áfram, það er margt sem þarf að ræða, og hættum að tala um þetta. Það er greinilega ekki nokkur vilji til að semja um eitt eða neitt, hér á að ryðjast áfram með málin þannig að við skulum bara halda áfram þessari umræðu. Það er margt efnislegt sem við erum að segja og gott að hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra er mættur í salinn og mætti hann læra eitthvað af því sem hér (Forseti hringir.) er sagt.