140. löggjafarþing — 94. fundur,  4. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[02:18]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Fyrir löngu síðan er kominn nýr dagur og nú er kominn nýr forseti á forsetastól. Ég fór upp áðan undir liðnum um fundarstjórn forseta og þá tilkynnti sá forseti að hans vakt stæði til kl. 2 en nú er klukkan 20 mínútur yfir og nýr forseti tekinn við.

Mig langar að beina til þess forseta sem nú situr á forsetastól spurningunni: Á að fara að fresta þessum þingfundi til morguns eða er komið í gang nýtt vaktaplan á forsetastól? Ég minni á að við þingmenn höfum ekki afleysingamenn á þingi þrátt fyrir að forsetar geti skipt sér á vaktir.

Ég spyr því forseta: Hversu lengi enn á þessi þingfundur að standa á þessum nýja degi?