140. löggjafarþing — 94. fundur,  4. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[02:22]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég ítreka kröfu fjölmargra þingmanna sem hafa komið hér upp endrum og eins undir liðnum um fundarstjórn forseta við þessa umræðu til að óska eftir því að fá skýrari svör um það hvenær við hyggjumst ljúka þessum fundi í nótt. Ég bendi á hið augljósa, að héðan í frá eru sex tímar í það að við eigum að mæta á nefndafundi, vera þar með fullu viti, geta spurt gáfulegra spurninga og hlustað á það sem þar fer fram. Vonandi getum við þá lagt eitthvað gott til. Mér finnst ólíklegt ef við höldum öllu lengur inn í nóttina að það verði sérstaklega gáfulegt. Ég tek undir það sem kom fram hjá hv. þm. Jóni Gunnarssyni, ef þetta heldur miklu lengur áfram (Forseti hringir.) verður hugsanlega að fresta nefndafundum í fyrramálið.