140. löggjafarþing — 95. fundur,  4. maí 2012.

ummæli þingmanna um fjarstadda menn.

[11:17]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U):

Virðulegi forseti. Ég tek undir orð hv. þm. Sigurðar Inga Jóhannssonar um nauðsyn þess að hér fari fram umræða um hvort stjórnmálamaður geti verið fræðimaður og hvort fræðimaður geti verið stjórnmálamaður. Ástæðan er sú að beiðni erlends prófessors um að ég stjórnaði málstofu upp í HÍ var hafnað á þeim forsendum að ég væri of pólitísk. (EyH: Hvað með alla hina sem starfa þar?) (Gripið fram í: Þeir eru sjálfstæðismenn …)