140. löggjafarþing — 95. fundur,  4. maí 2012.

ummæli þingmanna um fjarstadda menn.

[11:18]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég verð að gera mjög alvarlegar athugasemdir við fundarstjórn forseta. Hér kemur hv. þm. Álfheiður Ingadóttir í ræðustól og vísar í bréf sem barst forsætisnefnd og nafngreinir þann sem sendir bréfið. (Gripið fram í.) Er ekki trúnaður í starfi (Gripið fram í.) forsætisnefndar? (Gripið fram í.) Ég var áminnt fyrir að birta ummæli og mínar hugleiðingar eftir fund á fésbókarsíðu minni.

Virðulegi forseti. Hvenær ætlar forseti að taka á því vandamáli sem nú er uppi í þinginu að sumir megi vísa í nefndarmenn og sumir mega vísa í bréf? (Gripið fram í: Gögn.) Hvar er trúnaðurinn, frú forseti, sem halda á í nefndum þingsins? Á það bara við um þá sem hér stendur og stjórnarandstöðuna? Fær ríkisstjórnin frítt spil í þessu efni? Nú vil ég fá skýr svör, frú forseti.