140. löggjafarþing — 95. fundur,  4. maí 2012.

ummæli þingmanna um fjarstadda menn.

[11:24]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Að hv. þm. Álfheiður Ingadóttir komi hér í ræðustól og haldi áfram að leka upplýsingum úr forsætisnefnd sýnir bara það í hvaða höndum þingið er. Sumir mega og aðrir ekki. Það var þessi hv. þingmaður sem beinlínis laug upp á mig sökum hér þann dag sem ég birti ákveðna færslu á fésbókarsíðu minni (Forseti hringir.) sem hefur svo komið …

(Forseti (ÁRJ): Forseti biður hv. þingmann um að gæta orða sinna.)

Að ljúga er hrein íslenska.

(Forseti (ÁRJ): Forseti biður hv. þingmann um að gæta orða sinna.)

Það var þessi þingmaður sem leiddi til þess að ég var áminnt af forseta fyrir þær sakir einar að hafa lýst upplifun minni af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og síðan hefur komið ljós að ekki verður kosið um tillögu stjórnlagaráðs samhliða forsetakosningum.

Núna vil ég fá svör frá forseta: Hvar stendur málið í forsætisnefnd um (Forseti hringir.) lekann frá utanríkisnefnd, sem hv. þingmenn Mörður Árnason og Árni Þór Sigurðsson urðu uppvísir að? (Forseti hringir.) Er verið að rannsaka þau mál? Hvar standa þessi svokölluðu lekamál, frú forseti?