140. löggjafarþing — 95. fundur,  4. maí 2012.

ummæli þingmanna um fjarstadda menn.

[11:29]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með þingmönnum sem komið hafa upp í stólinn núna á síðasta hálftímanum og beini því til allra þingmanna að gæta orða sinna í þessum sal og í þessu púlti.

Hvað varðar það tilboð sem hér er nefnt og verið hefur nokkuð til umræðu síðasta sólarhringinn hefur líka verið ítrekað á fundi þingflokksformanna sem og í þessum sal að það er fullur vilji hjá fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna, þ.e. þingflokksformönnum, til að taka öll þau mál sem á dagskrá eru í dag og semja um lyktir þeirra. Það tilboð stendur og er engin ástæða til að tefja þingstörf meira en góðu hófi gegnir. Hægt er að setjast niður og semja um lyktir allra þeirra mála sem á dagskrá eru í dag og til þess er fullur vilji af hálfu formanna þingflokka stjórnarflokkanna sem og formanna stjórnarflokkanna.