140. löggjafarþing — 95. fundur,  4. maí 2012.

umræða og afgreiðsla dagskrármála.

[13:33]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg):

Virðulegur forseti. Mér finnst rétt að fram komi áður en umræða hefst að tilkynning hæstv. forseta Alþingis áðan um breytingar á dagskránni var ekki gerð eða ákveðin í samráði við þingflokksformenn. Að mínu mati er því ekkert samkomulag um þá tillögu sem hæstv. forseti lagði hér fram og er orðin að veruleika með því að breyta dagskránni í dag. Gerðar hafa tilraunir til þess að reyna að semja um lyktir mála og hvernig eigi að ljúka þeim. Ekkert slíkt samkomulag hefur verið gert við þingflokksformenn. Sú tillaga sem hér er hefur ekki verið borið undir þingflokksformenn og ekki hægt er að gera annað en vona að þingmenn stjórnarandstöðunnar verði þá á endanum við tilmælum hæstv. forseta um að ljúka þeim málum, koma þeim til nefnda, sem stendur til að gera. Ég heiti á þingmenn stjórnarandstöðunnar sem ætla að taka þátt í umræðunni að sjá til þess að þau mál komist til nefnda í dag svo hægt sé að halda áfram með það mál sem rætt hefur verið hérna, þ.e. stjórnarráðsmálið, síðar í dag og kvöld (Forseti hringir.) ef þurfa þykir. En ég ítreka að hér er ekki um neitt samkomulag að ræða, (Forseti hringir.) í það minnsta ekki af hálfu þess sem hér stendur eða á milli þingflokksformanna.