140. löggjafarþing — 95. fundur,  4. maí 2012.

húsnæðismál.

734. mál
[14:12]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Takk fyrir þessi svör. Síðan mundi ég vilja fá mjög skýr svör frá hæstv. ráðherra um 12. og 15. gr. Er það skilningur ráðherrans að húsnæðissamvinnufélög falli undir þær greinar? Hér er fyrst og fremst talað um „með rekstri leiguhúsnæðis“ eða lán til „kaupa leiguíbúða“. Er orðaskilningur ráðherrans sem flytur þetta mál sá að þar með sé líka verið að tala um búseturétt og húsnæðissamvinnufélög?