140. löggjafarþing — 96. fundur,  4. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[18:37]
Horfa

Ólöf Nordal (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þessi skoðun hefur komið fram í umræðunni.

Hv. þingmenn stjórnarliðsins hafa lítið séð sér fært að taka þátt í umræðunni um mál sem ég hefði haldið að væri áhugavert að eiga skoðanaskipti um.

Hv. þingmaður nefnir aðlögunarferlið við Evrópusambandið. Hann situr í utanríkismálanefnd auk þess að vera í þeirri samskiptanefnd sem er á milli þingsins og Evrópusambandsins hvað þetta varðar. Hefur verið um það rætt þar að það sé krafa af hálfu Evrópusambandsins að skipta sér af stofnanastrúktur í landinu? Er að mati þingmannsins ástæða til að kalla sérstaklega eftir því hvað það er í stjórnkerfinu sem Evrópusambandið hefur skoðanir á á þessu stigi málsins?