140. löggjafarþing — 96. fundur,  4. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[18:41]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni þessa upprifjun. Þetta mál verður sífellt sérkennilegra eftir því sem það er skoðað betur vegna þess að skýringarnar er hvergi að finna á því hvers vegna hæstv. forsætisráðherra tók allt í einu upp á þessari 180 gráðu stefnubreytingu. Hins vegar kemur betur og betur í ljós hversu mikla áherslu hæstv. forsætisráðherra lagði á það að hafa þetta einmitt þveröfugt við það sem hún vill nú gera.

Hv. þm. Árni Páll Árnason var reyndar búinn að benda á það í ræðu við fyrri umræðu að þessar tillögur brytu í bága við stjórnarsáttmálann og þar af leiðandi hefði hæstv. forsætisráðherra ekki heimild til að breyta lögum með þessum hætti, hæstv. forsætisráðherra væri að fara gegn stjórnarsáttmálanum. Nú les hv. þingmaður upp ummæli höfð eftir hæstv. forsætisráðherra þar sem (Forseti hringir.) hún staðfestir þann skilning hv. þm. Árna Páls Árnasonar.