140. löggjafarþing — 97. fundur,  10. maí 2012.

sjúkratryggingar og lyfjalög.

256. mál
[11:25]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Það sem ég ætlaði að benda á á ekki endilega við þessa breytingartillögu heldur almennt þann kostnað sem lendir á sjúklingum. Samningar við sérfræðilækna hafa ekki verið endurnýjaðir af Tryggingastofnun og samkvæmt fréttum eru þeir farnir að innheimta gjald fyrir álag og einhvers konar umsýslu, seðilgjald sem í rauninni gæti samsvarað einhvers konar innlagnargjaldi sem var fellt úr lögum rétt áðan. Ég vil beina því til hæstv. ríkisstjórnar og formanns velferðarnefndar að hún kanni þetta sérstaklega vegna þess að þetta eru gríðarlega mikilvæg atriði sem snerta velferðarnefnd og hún verður að taka á.