140. löggjafarþing — 97. fundur,  10. maí 2012.

sjúkratryggingar og lyfjalög.

256. mál
[11:27]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Við greiðum atkvæði um nýtt fyrirkomulag á greiðslu svokallaðra S-merktra lyfja. Við höfum að undanförnu heyrt að það hafi verið ótrúlega mikil byrði fyrir lítil hjúkrunarheimili að taka við sjúklingum af sjúkrahúsum ef þeir hafa þurft að nota dýr S-merkt lyf. Með þessum ákvæðum sem við erum að samþykkja er tryggð sama greiðsluþátttaka ríkisins og það er heimilt að endurgreiða þessi lyf að fullu með tilteknum hætti. Það er sama endurgreiðsla hvar sem þessi lyf eru gefin, hvort heldur er á spítala, í heimahúsi eða hjúkrunarheimili. Það þýðir að það á ekki lengur að vera neinn þröskuldur fyrir fólk að komast inn á hjúkrunarheimili ef það er á dýrum lyfjum eins og við höfum heyrt dæmi um hingað til.

Ég segi já.